*

Tíska og hönnun 12. ágúst 2019

Nike hyggst auðvelda foreldrum lífið

Nike býður nú foreldrum upp á áskriftarþjónustu á strigaskóm til að fækka endursendingum og ferðum foreldra í skóbúðir.

Bandaríski íþróttavörurisinn Nike mun í þessari viku setja á laggirnar á þjónustu sem mun gera foreldrum barna á aldrinum 2-10 ára kleift að vera með íþrótta- og strigaskó fyrirtækisins í áskrift í stað þess að þurfa að þræða verslanir í leit að réttum skóm í réttri stærð. Áskriftarþjónustan sem ber nafnið Nike Adventure Club og byggir á SNKRS smáforriti fyrirtækisins virkar á þann hátt að foreldrar greiða 20,30 eða 50 dollara á mánuði og fá þá senda áskrifendum nýja skó sem kosta að minnsta kosti 50 dollara á eins, tveggja eða þriggja mánaða fresti að því er kemur fram í frétt Reuters um málið.

Áskrifendur eða börnin sjálf munu geta valið úr öllum skóm fyrirtækisins hvort sem það eru Air Max eða Converse strigaskór og munu áskrifendur spara allt upp í 50 dollara á hverju pari. Þá munu áskrifendur einnig fá tilkynningu þegar fyrirtækið sendir frá sér nýja skó eða ef skór í takmörkuðu upplagi eru til boða í nálægri verslun.

Stærsta áskorunin sem Nike hyggst leysa með áskriftarþjónustunni er að hjálpa foreldrum að finna rétta skó fyrir börn með sístækkandi fætur án þess að þurfa að fara í verslanir eða endursenda skó sem ekki passa. Þetta hyggst Nike leysa með því að áskrifendur fá mælingatæki í formi ísskáparseguls og er ætlað að hjálpa foreldrum að mæla fótastærð barna þeirra og þar með skónúmer. 

Að sögn fyrirtækisins hefur einungis lítill hluti af notendum í tilraunahóp tekist að mæla stærðina vitlaust eða um 15%. Notendur sem panta vitlausa stærð býðst hins vegar að endursenda skóna sér að kostnaðarlausu og eiga nýir skór að vera komnir við dyrnar áður en þeir sem ekki passa eru sendir aftur. Að sögn fyrirtækisins er einungis 5% foreldra sem panta vitlausa stærð í annarri tilraun og eftir það sé þeir nánast engir. 

Samkvæmt frétt Reuters er áskriftarþjónustunni ætlað að herja á markaðinn fyrir barnaskó í Bandaríkjunum sem er metinn á um 10 milljarða dollara árlega. Er markmiðið fá viðskiptivini til að halda tryggð við Nike en fyrirtækið hefur átt erfitt uppdráttar á skómarkaði í Bandaríkjunum og er í mikilli samkeppni við Adidas auk gamalgróinna vörumerkja eins og Fila og Reebok.

Stikkorð: Nike