*

Tölvur & tækni 30. október 2013

Nintendo snýr vörn í sókn

Rekstur Nintendo gengur mun betur núna en í fyrra.

Veikara jen og betri útflutningsskilyrið eru helstu ástæður þess að japanska tölvufyrirtækið Nintendo skilar betri niðurstöðu á fyrri helmingi ársins en um margra mánaða bil. Fyrirtækið hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár og tap var á rekstrinum á seinni helmingi árs í fyrra. 

Á fyrri helmingi þessa árs var aftur á móti hagnaður af starfseminni og nam hann 600 milljónum jena, eða liðlega 700 milljónum íslenskra króna. Tapið yfir allt árið í fyrra nam 28 milljónum jena þannig að ljóst er að umtalsverð breyting hefur orðið til hins betra. 

Hér má lesa meira um rekstur Nintendo. 

Stikkorð: Nintendo
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is