*

Bílar 22. júlí 2015

Nissan gerir það gott í Evrópu

Nissan er söluhæsti asíski bílaframleiðandinn í Evrópu á þessu ári.

Nissan hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu fyrstu sex mánuði ársins og er Nissan söluhæsti asíski bílaframleiðandinn í Evrópu á þessu ári. Sala Nissan í Evrópu hefur aukist ár frá ári síðastliðin fimm ár, en á fyrri árs helmingi í ár seldi Nissan alls 348.726 bíla, sem er 4,3 prósenta aukning frá sama tímabili 2014.

Nýskráningum bíla fjölgaði á stórum markaðssvæðum í Evrópu á fyrri árs helmingi. Þannig varð t.d. 34% aukning í sölu í Bretlandi, 18% á Spáni sem er að vinna sig hægt og rólega uppúr efnahagslægð síðastliðinna ára, og 11% í Þýskalandi. Á öllum mörkuðunum jók Nissan markaðshlutdeild sína en markaðshlutdeild Nissan í Evrópu er nú 4,2%.

Stjórnendur Nissan þakka aðallega hinum vinsæla Qashqai sportjeppa árangurinn, en einnig og ekki hvað síst mikilli velgengni í sölu á rafmagnsbílnum Nissan Leaf, sem farið hefur sigurför um heiminn, hér á landi sem annars staðar.

Stikkorð: Nissan