
Nú stendur yfir val á Bíl ársins á Íslandi en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem stendur fyrir valinu. Níu bílar eru komnir í úrslit í valinu og verður tilkynnt um bíl ársins föstudaginn 23. nóvember. Sá bíll sem verður valinn hlýtur Stálstýrið.
38 nýir fólksbílar og jeppar voru tilnefndir og eftir prófanir eru nú tólf bílar eftir í úrslitum. Keppt er í þremur flokkum, fólksbílum, jeppum og jepplingum og vistvænum bílum. Bílarnir tólf sem komust í úrslit eru Audi A6, Mercedes-Benz A, Volvo V40, Audi Q3, Hyundai Santa Fe, Range Rover Evoque, Lexus GS 450h, Opel Ampera og Peugeot 508 RXH.
Þeir sem standa að valinu eru blaðamenn sem í gegnum tíðina hafa fjallað um bíla í íslenskum fjölmiðlum. Félagið stóð fyrst fyrir vali á Bíl ársins 2004 en árin eftir hrun lá valið niðri. Í fyrra var það VW Passat Metan sem var kjörinn Bíll ársins.
Hér að neðan má sjá bílana sem eru tilnefndir.
Audi A6
Volvo V40
Mercedes-Benz A-Class
Audi Q3
Hyundai Santa Fe
Range Rover Evoque
Peugeot RHX
Opel Ampera
Lexus GS 450