*

Bílar 10. september 2013

Níu í úrslit fyrir Bíl ársins

Það var upplýst í morgun hverjir verða í úrslitum í vali á Bíl ársins. Tveir rafbílar eru á meðal bíla í úrslitum.

Spennan magnast nú fyrir valið á Bíl ársins á Íslandi 2014 en í dag var gert opinbert hvaða níu bílar komust í úrslit. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur fyrir valinu í níunda sinn. Alls voru 24 bílar í forvalinu en níu bílar komust í úrslit í þremur flokkum.

Í flokki smærri fólksbíla komust í úrslitin Volkswagen Golf, Renault Clio og Nissan Leaf. Í flokki stærri fólksbíla komust Skoda Octavia, Lexus IS 300h og Tesla Model S í úrslit. Í flokki jeppa og jepplinga komust Ford Kuga, Honda CR-V og Maxa CX-5 í úrslit. Athygli vekur að báðir rafbílarnir úr forvalinu, Nissan Leaf og Tesla Model S, komust í úrslitin. Þá er einnig tvinnbíllinn Lexus IS 300h í úrslitunum þannig að bílar með öllum aflvélum munu keppa til úrslita. 

Sá bíll sem fær flest stig hjá dómnefndinni, sem skipuð er íslenskum bílablaðamönnum, verður valinn Bíll ársins á Íslandi 2014 og fær Stálstýrið að launum. Bílablaðamenn munu taka bílanna níu sem komust í úrslit til frekari prófana 17. september og tilkynnt verður um val á Bíl ársins þann 19. september. Mercedes-Benz A-Class var valinn Bíll ársins hér á landi í fyrra. 

Stikkorð: Bíll ársins