*

Tölvur & tækni 20. janúar 2012

Níutíu milljónir manna nota Google+

Forstjóri Google vonast til að jafn margir noti Google+ og gmail-netpóstþjónustuna. Facebook ber enn höfuð og herðar yfir Google+.

Rúmlega 90 milljónir manna nota samfélagsmiðilinn Google+. Þetta kemur fram í uppgjöri netleitarrisans Google sem hleypti Google+ af stokkunum í fyrravor til höfuðs Facebook.

Í frétt AP-fréttastofunnar af málinu kemur fram að notendur vefsins fjölgi hratt. Fyrir þremur mánuðum síðan hafi þeir „aðeins“ verið 40 milljónir talsins. Áttatíu prósent þeirra sem nota Google+ fara á vefsíðuna að minnsta kosti einu sinni í viku.

AP hefur eftir Larry Page, forstjóra og öðrum af stofnendum Google, að hann vonist til samfélagsvefurinn Google+ verði jafn vinsæll og póstþjónustan og annað sem Google býður upp á. Nú um stundir eru 350 milljón póstföng skrá á gmail-netpóstþjónustuna auk þess sem Android-stýrikerfið er notað á 250 milljón farsímum og öðrum nettengjanlegum tækjum.

Stikkorð: Google  • Google plus