*

Bílar 30. ágúst 2013

Njósnabíll Þriðja ríkisins á Íslandi

Bíll sem vinur Heinrich Himmler ók um á götum Reykjavíkur í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar er kominn aftur.

Einn af þekktustu bílum Íslandssögunnar verður sýndur á bílasýningu Bílaumboðsins Öskju um helgina. Af mörgum perlum verður til sýnis Mercedes-Benz 290B árgerð 1937. Þetta var embættisbíll Werner Gerlach, aðalræðismanns Þýskalands á Íslandi sem Bretar tóku til fanga þegar þeir hernámu landið árið 1940. 

Bretar tóku njósnabílinn

Bíllinn er talinn hafa verið njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. Bíllinn er uppgerður og allur sem nýr og er í gráum litum þýska flughersins Luftwaffe. Ekki hafa fundist í honum nein framleiðslunúmer, en það staðfestir líklega að bíllinn hafi verið sérpantaður af njósnadeild þýska hersins. Í blæju hans fannst árið 1969 þéttriðið loftnet sem bendir eindregið til þess að bíllinn hafi verið notaður sem færanleg talstöð ætluð til samskipta við kafbátaflota Þjóðverja í Norður-Atlantshafi.

Vinur Himmlers

Werners Gerlach, var aðalræðismannur Þriðja ríkisins á Íslandi við upphaf síðari heimstyrjaldarinnar og mikil vinur Heinrich Himmler, yfirmanns hinna alræmdu SS-sveita. Gerlach var handtekinn af Bretum þegarþeir stigu á land 10. maí árið 1940 og fluttur úr landi.

Bíllinn var gerður upptækur og seldi íslenska ríkð hann uppboði. Bílinn keypti Stefán Þorláksson, bóndi og hreppstjóri í Reykjahlíð í Mosfellssveit. Síðar var hann í eigu Hauks Guðjónssonar gullsmiðs og loks í eigu þeirra Auðuns Geirssonar og Jóns Hjörleifssonar. Bíllinn var síðan seldur bandarískum varnarliðsmanni sem fór með hann til Bandaríkjanna. Ekkert spurðist síðan til bílsins í 30 ár, þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan. Fyrir nokkrum árum kom hann svo óvænt í leitirnar og var keyptur hingað heim. Hann hefur verið gerður upp í upprunalegri mynd og er hinn glæsilegasti.