*

Tölvur & tækni 20. nóvember 2012

Nokia býður upp á kortaforrit fyrir notendur iPhone

Smáforritið Here er ókeypis fyrir notendur IOS stýrikerfanna frá Apple.

Nokia hefur gefið út nýtt smáforrit til höfuðs kortaforriti Apple sem nefnist Maps. Forritið heitir Here og er byggt á kortatækni fyrirtækisins Navteq sem Nokia keypti fyrir skömmu en tæknin er meðal annars notuð í GPS-tækjum fyrir ökutæki. Þetta kemur fram í umfjöllun Wired um málið.

Nokia hefur notað tæknina í eigin símum en hefur nú ákveðið að bjóða upp á smáforritið ókeypis fyrir notendur á IOS stýrikerfum Apple. Eins og frægt varð þá henti Apple út forriti Google Maps úr tækjum þess fyirr skömmu og bauð upp á eigin kortaþjónustu í staðinn við litla hrifningu notenda. Greinilegt er að Nokia hyggst reyna að koma sér fyrir á þessum markaði með Here forritinu.