*

Tölvur & tækni 5. september 2012

Nokia sviptir hulunni af Lumia 920

Nokia kynnir til sögunnar nýjan Lumia-síma sem verður hægt að hlaða þráðlaust.

Forsvarsmenn finnska farsímaframleiðandans Nokia kynntu fyrir stundu nýjasta snjallsíma fyrirtækisins í Lumia-fjölskyldunni. Síminn heitir Lumia 920 og keyrir hann á nýja Windows 8-stýrikerfinu frá Microsoft. Þessi nýi sími virðist af kynningu á símanum stútfullur af nýrri tækni. Á kynningu á símanum sem nú stendur yfir segja forsvarsmenn Nokia, að síminn geti komið í stað myndbandsupptökuvélar, slík séu gæði myndavélarinnar í símanum.

Fram kemur komið að Nokia eigi mikið undir nýja símanum og leggi allt á að hann slái í gegn. Gangi þær væntingar ekki eftir sé óvíst um framtíðarhorfur Nokia.

Það merkasta við símann er batteríið, sem notendum fyrri Lumia-síma hefur ekki þótt endast nógu lengi. Rafhlaðan er 2000 mAh, það stærsta í símunum frá Nokia til þessa og á að endast í 30% lengri tíma en rafhlöður í öðrum símum. Til samanburðar er iPhone 4S-síminn frá Apple með minni rafhlöðu.

Það merkasta við símann er hins vegar að hægt verður að hlaða rafhlöðuna þráðlaust. 

Áhugafólk um nýja símann frá Nokia geta fylgst með beinni lýsingu frá kynningunni hér

Stikkorð: Windows 8  • Nokia  • Lumia 920