*

Ferðalög & útivist 30. maí 2013

Nokkrar staðreyndir fyrir ferðamenn á leið til Líbýu

Líbýa þykir áhugaverður staður fyrir ferðamenn nú þegar ástandið í landinu hefur róast eftir byltinguna.

CNN hefur tekið saman nokkra áhugarverða punkta fyrir ferðamenn sem hyggjast heimsækja landið.

Líbýa er land í Norður-Afríku sem er með strandlengju við Miðjarðarhafið. Landið þykir eitt það áhugaverðasta í Afríku en þar er margt að skoða. Hér koma nokkur áhugaverð atriði.

1.  Landið er stórt og dreifbýlt.

Landið er 17.560 ferkílómetrar og tvisvar og hálfum sinnum stærra en Texas. 90% af landinu er eyðimörk. Íbúar eru aðeins 6 milljónir og meira en 80% þjóðarinnar býr við ströndina. Og helmingur þeirrar prósentu býr í þremur stórum borgum, Tripolí, Benghazí og Misrata. Margir ferðamenn dveljast í Tripólí eða Benghazi og fara þaðan í dagsferðir.

2.  Akstur er hættulegur

Það getur verið spennandi að keyra um á vegum í eyðimörkinni í Líbýu en það er mjög varasamt. Vegurinn sem nær á milli Tripólí og Benghazi er 965 kílómetrar og tekur 12 klukkustundir að keyra vegalengdina. Kameldýr, óvæntir sandstormar, glæfralegir bílstjórar og sandhólar á vegum geta gert akstur í Líbýu að algjöru ævintýri. Gott er að tryggja sér bíl og bílstjóra hjá viðurkenndri ferðaskrifstofu.

3.  Ekkert áfengi (en samt alveg)

Öryggissveitir Gadaffis sáu til þess að áfengisbanni, sem komið var á 1969, yrði viðhaldið. Og ekki er útlit fyrir að það muni breytast með nýrri stjórn. Þó er mikil og hress umferð áfengis um landamæri Egyptalands og Túnis. Einnig er vinsælt að leggja bílum úti á víðavangi og breyta farartækjunum í litla bari. En þó er vissara að forðast heimabrugg því að í mars á þessu ári létust 52 manneskjur í Tripólí sem drukku eitrað brugg.

4.  Landið er fullt af grísk-rómverskum rústum

Í 130 kílómetra austur af Tripólí er Leptis Magna sem var heimabær rómverska keisarans Septimus Severus. Þrátt fyrir styrjaldir Líbýu síðustu áratugina þá hafa rústirnar frá tímum keisarans haldið sér ótrúlega vel. Fleiri rústir má finna í nágrenni Tripólí og Benghazi, eins og eitt af musterum Seifs sem var aðalguð Grikkja, þrumuguðinn. Og það besta er að það eru engar raðir af ferðamönnum. 

 

 

Stikkorð: Líbýa