*

Ferðalög 8. október 2013

Nokkur atriði áður en einkaþota er leigð

Það er að mörgu að huga áður en einkaþota er leigð.

Þegar einkaþota er leigð er ekki endilega öruggast í heimi að fletta bara upp næsta fyrirtæki leigir út þotur og hringja. Nauðsynlegt er að fara í örlitla bakgrunnsvinnu og athuga hvort allt sé ekki með felldu hjá fyrirtækinu.

The Telegraph birtir gagnlega grein á vefsíðu sinni eftir markaðsstjóra NetJets Europe þar sem farið er yfir það helsta sem fólk þarf að hafa í huga þegar það leigir einkaþotu. 

Leyfin: Til eru fjölmörg prýðileg fyrirtæki sem leigja út einkaþotur en það eru svartir sauðir inni á milli. Jafnvel svo svartir að þeir hafa ekki einu sinni leyfi til að leigja út vélar, hvað þá að taka fé frá farþegum fyrir ómakið. Alltaf skal spyrja um öryggisvottorð og leyfi.

Áhöfn: Ekki er mælt með því að flugmenn og flugliðar séu verktakar heldur fastir starfsmenn fyrirtækisins. Þar með er auðveldara að fá bakgrunnsupplýsingar flugmanna, reynslu og fleira. 

Falinn kostnaður: Þegar gefið er upp verð fyrir flugið er gott að spyrja hvað sé innifalið í kostnaðinum. Algengur falinn kostnaður er til dæmis flugvallarskattar, matur um borð, afísun vélar og fleira.

Stikkorð: Einkaþota