*

Sport & peningar 22. nóvember 2013

Norðmaður hlýtur heimsmeistaratitil í skák

Magnus Carlsen nýr heimsmeistari í skák er 22 ára gamall.

Tuttugu og tveggja ára gamall Norðmaður, Magnus Carlsen, er nýr heimsmeistari í skák. Hann hlaut titilinn eftir að hafa unnið heimsmeistarann Viswanathan Anand í tíu skákum.

Carlsen hlaut sex og hálfan vinning á móti þremur og hálfum vinningi mótherja síns. Carlsen er næstyngsti heimsmeistarinn í sögunni. Yngstur var Rússinn Anatoly Karpov sem var heimsmeistari í þrettán ár.