*

Veiði 25. nóvember 2012

Norðurá boðin út

Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur haft Norðurá á leigu í 66 ár. Nú þykir leigan orðin of há.

Veiðiréttareigendur við Norðurá í Borgarfirði hafa ákveðið að setja ána í formlegt útboð sem miði að því að nýir leigutakar taki við ánni vorið 2014, að því er segir í frétt Skessuhorns.

Nýverið slitnaði upp úr samningnum milli Stangveiðifélags Reykjavíkur og landeigenda, en hann var síðast endurnýjaður í vor. SVFR hefur haft ána á leigu í 66 ár. Samkvæmt núgildandi samningi greiðir félagið 83,5 milljónir fyrir leigu árinnar á þessu ári en á næsta ári átti félagið að greiða 102 milljónir króna.

SVFR treystir sér ekki til að greiða svo mikið og hefur óskað eftir lækkun á leiguverði vegna næsta sumars.