*

Ferðalög & útivist 3. desember 2013

Bretar vilja helst sjá norðurljósin áður en þeir deyja

Vinsældir norðurljósanna hafa sjaldan verið meiri en nú. Norðurljósaferðir eru efstar á óskalista Breta.

Þegar Bretar eru spurðir hvað þeir verða að sjá áður en þeir deyja þá er svarið norðurljós. Þetta kemur fram á The Telegraph í dag.  

Könnunin var gerð af Travel Supermarket en þar var einnig kannað hversu margir Bretar búa til svokallaðan „Bucket List“ sem eru hlutir sem einstaklingur vill sjá/gera áður en hann deyr.

Af þeim sem hafa gert slíkan lista eru norðurljósin í 37% tilvika í efsta sæti, pýramídar í Egyptalandi í öðru sæti (35%), þjóðvegur 66 í þriðja sæti (33%), Kínamúrinn í fjórða sæti (32%) og safaríferð í Afríku í fimmta sæti (31%).