*

Tölvur & tækni 14. mars 2013

Norðurorka notar snjallsímalausn frá Applicon

Markaðsstjóri Applicon segir að fleiri fyrirtæki noti snjallsímalausnir til að einfalda verkferla.

Norðurorka hefur tekið í notkun snjallsímalausn, eða app, fyrir farsíma og spjaldtölvur, sem er þróuð af Applicon í samstarfi við starfsmenn Norðurorku. Í tilkynningu kemur fram að lausnin felist í því að mælaskiptaferli, sem áður var unnið eftir útprentuðum listum, er nú orðið rafrænt og sjálfvirkt ferli.

Starfsmaður les inn upplýsingar á spjaldtölvu, eða snjallsímann sinn, verkbeiðnir fyrir orkumælaskipti beint frá reikningakerfinu Orku. Upplýsingar er snúa að mælaskiptum hjá viðskiptavini eru skráðar í lausninni og sendar aftur inn í Orkuna.

Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni Karli Þórissyni, sölu- og markaðsstjóra Applicon, að það færist í aukana að fyrirtæki nýti sér öpp til einföldunar á verkferlum í sínum rekstri. Bættir ferlar með notkun slíkra lausna geti í mörgum tilfellum sparað starfsfólki tíma og einfaldað fólki lífið við dagleg störf.

Stikkorð: Applicon  • Snjallsímar  • Norðurorka
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is