*

Bílar 29. mars 2015

Notadrjúgur tvistur

Heilt yfir er BMW 2 Active Tourer skemmtilegur valkostur fyrir þá sem vilja eignast BMW og vilja framhjóladrifinn bíl.

Róbert Róbertsson

Hann er ekki fallegasti BMW-inn en líklega einn sá notadrýgsti. Það kom jafnvel mörgum á óvart þegar bæverski lúxusbílaframleiðandinn kynnti hinn nýja tvist í inn í hina mjög flottu línu sína á síðasta ári. Hann er sannarlega ólíkur öðrum fjölskyldumeðlimum.

Tvisturinn hefur komið skemmtilega á óvart, þótt hann hafi ekki endilega útlitið með sér miðað við að hann er BMW. Bíllinn er til að mynda tilnefndur sem Bíll ársins á bílasýningunni í Genf og sem Heimsbíllinn 2015 á bílasýningunni í New York. Það er ekki lítið hrós. Fínt pláss og ýmsir möguleikar BMW kallar þennan bíl Active Tourer og það má færa góð rök fyrir því að hann sé fjölnotabíll. Þetta er ekta fjölskyldubíll eða strumpastrætó eins og sumir kalla það í léttum tón. Hann rúmar vel fimm manns, ökumann og fjóra farþega, og það fer vel um þá jafnvel þótt allir séu fullorðnir. Með þrjú börn aftur í er til að mynda nóg pláss fyrir þau.

Aðgengi er með besta móti fyrir ökumann, farþega og farangur. Farangursrýmið er þægilegt og með snertilausa opnun afturhlera. Farþegasæti frammí er fellanlegt sem býður upp á auka möguleika varðandi flutninga. Sömu sögu má segja um aftursætin.

Heilt yfir er þarna nýr og skemmtilegur valkostur fyrir þá sem vilja eignast BMW og vilja framhjóladrifinn bíl og aðra möguleika en í hefðbundnum BMW bílum. Þessi er hugsaður sem meiri fjölskyldubíll heldur en hefðbundnir BMW fólksbílar.

Nánar er fjallað um reynsluaksturinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: BMW