*

Hitt og þetta 7. ágúst 2015

Viltu gista frítt á Ibiza?

Apótekkeðjan Superdrug býður Bretum að gista frítt í íbúð þakinni upplýsingum um kynsjúkdóma.

Ferðamenn á partí eyjunni Ibiza geta nú gist ókeypis í íbúð með sjávarútsýni í sumar. Það er einungis eitt skilyrði, þeir þurfa að láta sig hafa það að sofa í íbúð sem er öll þakin upplýsingum um kynsjúkdóma og myndum af smitum.

Íbúðin nefnist Condom-inium, eða smokka íbúðin, og var hönnuð af apótekakeðjunni Superdrug sem hluti af markaðsherferð þeirra til að stuðla að öruggara kynlífi hjá breskum ferðamönnum. 

Samkvæmt nýjustu rannsóknum hefur þriðjungur Breta á aldrinum 18-35 ára stundað kynlíf án verja í fríi. Fjórðungur þeirra hefur svo fengið kynsjúkdóm. Þeir sem treysta sér til að gista í íbúðinni geta sótt um það hér.

Stikkorð: Ibiza  • kynsjúkdómar  • superdrug