*

Tíska og hönnun 11. júlí 2013

Nútímaleg villa á Mæjorka

Stórglæsilegt heimili í hlíðunum fyrir ofan fallega höfn á eyjunni Mæjorka er til sölu.

Á Mæjorka er nútímaleg villa til sölu. Hún er vel staðsett, nokkrum mínútum frá Port Andratx höfninni þar sem snekkjur liggja bundnar við bryggju og fína fólkið verslar. Útsýnið úr villunnni er yfir fallega sveit.

Húsið er á tveimur hæðum og í því eru fimm svefnherbergi, stór stofa og eldhús með útgengi út á fallega verönd.

Öll hönnun og tækni í húsinu er fyrsta flokks. Þar er lítil gestaíbúð og einnig er gestahús á lóðinni, upphituð sundlaug, vínkjallari og hiti í gólfum. Og ekki skemmir lofthæðin fyrir en hún er mjög mikil.

Eignin er 600 fermetrar og kostar 5,95 milljónir evra eða 963 milljónir króna. Sjá nánar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Mæjorka