*

Menning & listir 14. febrúar 2013

Ný bók frá Stefáni Mána

Stefán Máni gefur út nýja bók á næstu vikum. Hann byrjaði á bókinni um leið og metsölubók hans, Húsið, fór í prentsmiðjuna.

Lára Björg Björnsdóttir

„Þetta er hálfgerð fantasía í anda Hungurleikanna og Twilight. Sagan gerist í Reykjavík í samtímanum og aðalpersónurnar eru 17 ára stelpa og 19 ára strákur. Ég segi ekki meira,“ segir Stefán Máni um nýjustu bók sína sem kemur út eftir nokkrar vikur. 

Hann segist hafa byrjað að skrifa bókina í ágúst í fyrra samhliða því að koma metsölubók sinni, Húsinu í prentsmiðjuna en sú bók hlaut gríðarlega góða dóma og viðtökur. „Ég fékk hugmynd að bók og hún er eiginlega fyrir hópinn sem kallast á ensku „young adults,” segir Stefán Máni en Forlagið gefur bókina út.

En hvernig ætli hafi gengið að setjast niður og byrja strax á nýrri bók um leið og hin hafi farið í prentsmiðjuna: „Ég vinn alla daga vikunnar svo við skulum bara segja að þetta hafi hafist,“ segir Stefán Máni.

Stikkorð: Stefán Máni