*

Bílar 21. mars 2019

Ný Corolla frumsýnd

Tólfta kynslóð söluhæstu bílgerðar í heimi verður frumsýnd hjá Toyota um helgina, í þremur gerðum.

Róbert Róbertsson

Það telst alltaf til tíðinda þegar ný kynslóð af Corollu er kynnt enda er þetta vinsælasti bíll í heimi. Engin einstök bílgerð hefur selst meira en Corolla en alls hafa meira en 46 milljón eintök selst frá því þessi vinsæli bíll koma fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966. 

Íslendingar hafa tekið Corollu vel í gegnum árin og nú geta unnendur bílsins bæði gamlir og nýir glaðst því 12. kynslóð Corollu verður frumsýnd hjá Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri næstkomandi laugardag, 23. mars frá kl. 12 – 16. 

Auðvelt er að finna útfærslu sem hentar þörfum hvers og eins því þrjár mismunandi gerðir koma á markað samtímis. Þetta eru Sedan, Hatchback og Touring Sports. 

Fram undan eru nýir og spennandi tímar fyrir Corollu því hún skartar kraftmikilli hönnun, hefur frábæra aksturseiginleika og ný 2.0 lítra Hybridvél á eftir að koma skemmtilega á óvart. Nú fást allar gerðir Corolla í fyrsta sinn með Hybridvél en einnig eru hefðbundnar bensínvélar fáanlegar. 

Stikkorð: Toyota  • Kauptún  • Corolla  • frumsýning