*

Bílar 20. júlí 2019

Ný Corvetta sýnd í LA

Nýr Chevrolet Corvette Stingray kom fram í nýrri C8 útfærslu á bílasýningunni í Los Angeles. Margir tóku andköf enda bíllinn sérlega vinsæll vestanhafs og víðar um heiminn.

Corvettan er goðsagnakenndur tveggja dyra sportbíll sem hefur verið einn af vinsælustu sportbílum Bandaríkjanna síðan hann kom fyrst á markað fyrir rúmri hálfri öld. Zora Arkus-Duntov hannaði Corvettuna sem hefur nokkurn veginn haldið sínu klassíska útliti í gegnum rúma fimm áratugi. Nýja Corvettan er með 6,2 lítra V8 vél sem skiilar 495 hestöflum og vélin er staðsett í miðjunni. Sportbílinn er innan við þrjár sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.  

Chevrolet er að skoða hvenær Corvettan kemur fram með umhverfismildari vélum. Þar á bæ eru menn að horfa á mild hybrid og plug-in hybrid útfærslur en óvíst er hvort Corvettan verður framleidd sem hreinn rafbíll samkvæmt Mark Reuss, forstjóra General Motors sem framleiðir Chevrolet. Forstjórinn vildi þó ekki útiloka neitt þegar kæmi að rafbílaframleiðslu enda væri hún framtíðin.