*

Bílar 23. febrúar 2015

Ný gerð af Geländewagen

Nýr Geländewagen er einn mesti torfærubíll sem hægt er að hugsa sér.

Róbert Róbertsson

Mercedes-Benz mun kynna nýja gerð af hinum geysilega öfluga jeppa Geländewagen eða G-Class á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Nýja gerðin ber nafnið G 500 4x4 og eins og nafnið bendir til er jeppinn fjórhjóladrifinn.

Meðal véla sem í boði verða í þessum stóra og stæðilega jeppa er 382 hestafla vél. Nýi jeppinn kemur í kjölfar sex dekkja útgáfu G-Class sem heitir G63 AMG 6X6 sem er með gríðarlega öflugri 5,5 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nýja útfærslan G 500 4x4 er hann jafn há frá vegi og sú sex dekkja. Þessi mikli jeppi er einn mesti torfærubíll sem hægt er að hugsa sér.

Geländewagen var upphaflega framleiddur sem herjeppi árið 1979 en er nú einn eftirsóttasti lúxusjeppi í heiminum. Jeppinn er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Graz í Austurríki. Hinn nýi G 500 4x4 á án efa eftir að vekja mikla eftirtekt í Genf í næsta mánuði.