*

Bílar 4. september 2015

Ný kynslóð Avensis

Vinsæli fjölskyldubíllinn Toyota Avensis skartar nú sportlegu útliti.

Róbert Róbertsson

Nýr Toyota Avens­is hef­ur breyst tölu­vert frá þeirri kyn­slóð sem hann er að leysa af hólmi. Þessi vin­sæli fjöl­skyldu­bíll skart­ar sport­legu út­liti en við hönn­un bíls­ins var í öllu tekið til­lit til þæg­inda farþega og öku­manns. Öll inn­rétt­ing bíls­ins er ný og er hann nú m.a. bú­inn 8“ marg­miðlun­ar­skjá.

Toyota Avens­is var hannaður, þróaður og smíðaður í Evr­ópu. Á göt­um álf­unn­ar hafa komið rúm­lega 1,7 millj­ón ein­taka af þrem­ur kyn­slóðum bíls­ins frá því hon­um var hleypt af stokk­um seint á ár­inu 1997.

Toyota frum­sýn­ir nýj­an Avens­is á morgun, laugardag, og heldur um leið fyrstu bílasýningu fyrirtækisins í haust. Opið verður hjá viður­kennd­um söluaðilum Toyota í Kaup­túni í Garðabæ, í Reykja­nes­bæ á Ak­ur­eyri og Sel­fossi frá kl. 12 – 16 á morgun og hinn nýi Avensis verður þar í lykilhlutverki.

Stikkorð: Toyota  • Toyota Avensis