
Nýr Toyota Avensis hefur breyst töluvert frá þeirri kynslóð sem hann er að leysa af hólmi. Þessi vinsæli fjölskyldubíll skartar sportlegu útliti en við hönnun bílsins var í öllu tekið tillit til þæginda farþega og ökumanns. Öll innrétting bílsins er ný og er hann nú m.a. búinn 8“ margmiðlunarskjá.
Toyota Avensis var hannaður, þróaður og smíðaður í Evrópu. Á götum álfunnar hafa komið rúmlega 1,7 milljón eintaka af þremur kynslóðum bílsins frá því honum var hleypt af stokkum seint á árinu 1997.
Toyota frumsýnir nýjan Avensis á morgun, laugardag, og heldur um leið fyrstu bílasýningu fyrirtækisins í haust. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni í Garðabæ, í Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi frá kl. 12 – 16 á morgun og hinn nýi Avensis verður þar í lykilhlutverki.