*

Tölvur & tækni 14. september 2017

Ný kynslóð öryggiskerfa sett á markað

Ný kynslóð af öryggiskerfum fyrir heimili og sumarbústaði var sett á markað hjá Öryggismiðstöðinni í vikunni. Nýju öryggiskerfin, sem nefnast Snjallöryggi, eru mjög tæknivædd og bjóða upp á nýjar lausnir sem hafa ekki verið í boði áður.

kolbrun@vb.is

,,Snjallöryggi býður upp á mikla möguleika og hægt er að stjórna öllu kerfinu með sérstöku appi í símanum. Notandinn stjórnar kerfinu sjálfur úr appinu og Öryggismiðstöðin vaktar boð og bregst við. Við appið er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar, snjalltengi og snjallperur sem gerir notendum kleift að stýra ljósum, hitastigi og raftækjum svo eitthvað sé nefnt. Með snjallreglum, sem notendur geta sett upp sjálfir, er hægt að setja inn alls kyns sjálfvirkni í kerfið, t.d. að það láti foreldra vita þegar börnin koma heim úr skólanum og taka kerfið af. Þannig má nota kerfið til að senda sjálfvirk skilaboð um umgengni á heimilinu,” segir Kristinn Loftur Einarsson, sérfræðingur hjá Öryggismiðstöðinni.

Kristinn segir að með Snjallöryggi aukist öryggi heimilisins til muna. ,,Snjallöryggi er að sjálfsögðu tengt beint við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem sinnir vöktun og útkallsþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Viðskiptavinir geta fengið myndsendingu í beinni útsendingu frá heimilinu sé þess óskað. Með slíkri myndsendingu er strax hægt að sannreyna hvort t.d. innbrot á sér stað og þar með hægt að bregðast við enn hraðar en áður. Þessi tækni hefur reynst mjög vel erlendis, m.a. í Evrópu og á Norðurlöndunum og hefur fælandi áhrif á mögulega innbrotsþjófa. Með Snjallöryggi hefur fólk fullkomna fjarstjórn á heimilum sínum og getur stjórnað hvar sem er og hvenær sem er. Sé það t.d. í fríi eða erlendis er einfalt að kíkja heim í gegnum myndavélar eða kveikja og slökkva ljós á skilgreindum tímum í gegnum appið og þannig látið líta út sem að einhver sé heima" segir Kristinn.

Snjallöryggiskerfin eru fallega hönnuð og einföld í uppsetningu. Búnaður er að mestu þráðlaus og einfaldur í notkun. Kristinn segir að í boði séu þrír pakkar og hægt er að velja um skynjara í pökkunum, sem hentar hverju heimili m.a. hreyfiskynjara með myndavél, stöðurofa í hurð, hefðbundinn hreyfiskynjara, reykskynjara og vatnsskynjara. Kristinn segir að stofnkostnaður sé 19.900 kr. og mánaðargjaldið er frá 5.900 kr.

Nánari upplýsingar má finna á www.oryggi.is.