*

Tölvur & tækni 28. nóvember 2012

Ný leikjatölva Nintendo á leiðinni

Wii U-leikjatölvan frá Nintendo verður kynnt hér á landi á föstudag.

Wii U, nýjasta leikjatölva frá Nintendo, fer í almenna sölu í Evrópu á föstudag. Íslendingar verða þar á meðal. Nokkuð hefur verið fjallað um tölvuna í erlendum fjölmiðlum enda hefur henni verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. 

,,Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn,“ segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu en tölvan verður kynnt hjá hjá Ormsson á föstudagsmorgun. 

 

Fram kemur í tilkynningu frá Ormsson að hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust um hálf milljón eintaka af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er hún nú víða uppseld vestanhafs.

Hér má sjá kynningarmyndband um tölvuna.

Stikkorð: Nintendo Wii U