*

Menning & listir 27. apríl 2018

Ný lög frá ABBA

Sænska popphljómsveitin ABBA er aftur komin í hljóðver til þess að taka upp ný lög.

Sænska popphljómsveitin víðfræga, ABBA, hefur greint frá því að hún sé komin í hljóðver til þess að taka upp ný lög. Síðast komu út ný lög frá ABBA fyrir 35 árum. 

Eitt laganna verður frumsýnt í desember í sérstakri útsendingu hjá BBC og NBC þar sem það verður flutt í sýndarveruleika þ.e. meðlimir hljómsveitarinnar verða tölvugerðir eftir ljósmyndum og öðrum gögnum og munu því líta út eins og þau gerðu árið 1979. 

Tilefni þess að hljómsveitin ákvað að fara í hljóðverið að nýju er einmitt sýndarveruleika tónleikaferð hennar. Talsmaður hljómsveitarinnar segir að hljómsveitin muni ekki koma saman öðruvísi en í sýndarveruleika. 

ABBA starfaði frá 1972 til 1982 og varð ein af vinsælustu hljómsveitum heims eftir að þau sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974 með laginu Waterloo. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is