*

Ferðalög 7. júní 2013

Ný lúxushótel um allan heim

Hótel í gömlum höllum, úti í miðri eyðimörk eða með fíl röltandi í bakgarðinum. Þetta eru nýjustu lúxushótelin sem voru að opna í júní.

Fyrir fólk sem vill tilbreytingu þegar kemur að lúxuslifnaði þá er óþarfi að örvænta. Fjölmörg lúxushótel voru að opna nú í júní. The Telegraph tekur saman þau flottustu á fréttasíðu sinni.

Hótelin eru víðs vegar um heiminn. Sum eru í glænýjum byggingum, önnur í gömlum höllum en öll eru þau elegant og spennandi eins og sjá má í myndasafninu hér að ofan. 

Á meðal hótela á listanum er Amanresorts sem var að opna Aman Canal Grande Venice í Feneyjum. Á hótelinu eru 24 svítur sem eru allar skreyttar freskum. Hluti byggingarinnar er frá 16. öld. Gestir hafa aðgang að heilsulind og einkagarði sem þykir mjög óvenjulegt í Feneyjum. 

InterContinental hefur opnað sjöunda hótel sitt í Japan, InterContinental Osaka. Á hótelinu eru 215 herbergi og meðalstærð herbergja eru um 50 fermetrar. Á hótelinu er kapella ef gestir skyldu vilja gifta sig.

Hilton Shillim Estate Retreat and Spa er staðsett í Sahyadri fjallgarðinum á Indlandi. Hótelið stefnir í að verða eitt besta spa hótel í Asíu en gestir geta valið úr 150 meðferðum á heilsulind hótelsins. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: lúxushótel  • Ferðalög  • Gaman