*

Tölvur & tækni 21. ágúst 2013

Ný Playstation á markað fyrir jól

Sony hefur staðfest að ný Playstation tölva mun koma á markað fyrir jól.

Sony, sem framleiðir Playstation leikjatölvurnar, segir að Playstation 4 komi á markað í Evrópu þann 29. Nóvember næstkomandi. Því má búast við að einhverjir muni lauma svoleiðis dýrgrip undir jólatréð fyrir næstu jól. 

Nýja tölvan kemur nokkru fyrr á markað í Bandaríkjunum, eða þann 15. Nóvember. Tölvan mun kosta tæpa 400 dali í Bandaríkjunum, sem samsvarar 48 þúsund íslenskum krónum. 

Microsoft er um þessar mundir líka að hanna nýjustu gerð af Xbox One. Hún verður ekki komin á markað fyrir jól, segir á danska viðskiptavefnum epn.dk.  

Stikkorð: PlayStation 4