*

Bílar 4. maí 2013

Ný sedan útgáfa af Audi A3

Enn breikka þýskir bílaframleiðendur vöruframboðið. A3 ætti að koma til Íslands ekki seinna en í haust.

Audi frumsýndi sedan útgáfu af A3 á bílasýningunni í Shanghai sem lauk á mánudag. A3 leit fyrst dagsins ljós árið 1996.

Sedan útgáfan er vel heppnuð og svipar nokkuð til A4 eins ætti ekki að koma á óvart. Hann er hins vegar 25 cm styttri en A4 en vantar aðeins 2,6 cm upp á breiddina.

Bíllinn verður boðinn með þremur vélum. Sú stærsta er 1,8 lítra V4 bensínvél með túrbínu sem skilar 180 hestölfum. Sú minnsta er 1,4 lítra sem skilar 140 hestöflum og í miðjunni er 2 lítra dísel vél sem skilar 150 hestöflum.

Allar eru vélarnar mjög eyðslugrannar, dísel vélin eyðir 4,1 lítra á hundraði í blönduðum akstri. Sú stærsta 5,6 lítrum og sú minnsta 4,7 lítrum.

Bíllinn ætti að koma til Íslands í sumar eða haust.

Fram- og afturendinn eru eitthvað styttri en á A4 sem gerir bíllinn kubbslegri.

Afturendinn verður að teljast vel heppnaður í ljósi þess að bíllinn er 25 cm styttri en stóri bróðir.

Stikkorð: Audi