*

Menning & listir 23. október 2014

Ný stjórn Listahátíðar

Sigurjón Kjartansson hefur látið af stjórnarformennsku Listahátíðar í Reykjavík. Við tekur Kjartan Örn Ólafsson.

Aðalfundur fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík var haldinn í Höfða miðvikudaginn 8. október síðastliðinn. Á fundinum tók Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, við formennsku í fulltrúaráði og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, við varaformennsku. Fundinn sátu auk þetta fulltrúar þeirra menningarstofnana og -samtaka sem eiga sæti í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík.

Á fundinum tók jafnframt við ný stjórn. Sigurjón Kjartansson lét af stjórnarformennsku en við henni tók Kjartan Örn Ólafsson, skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra. Margrét Norðdahl var skipuð varaformaður stjórnar af borgarstjóra og Þorgerður Ólafsdóttir var kjörin nýr fulltrúi fulltrúaráðs.