*

Hitt og þetta 8. nóvember 2005

Ný sundlaug kostar 243 milljónir

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar á mánudaginn kynnti bæjartæknifræðingur greinargerð Hönnunar á Reyðarfirði vegna nýrrar sundlaugar á Höfn. Áætlaður kostnaður við nýja laug með tilheyrandi mannvirkjum er 243 milljónir króna.

Áætlaður kostnaður við stækkun og endurbætur á núverandi sundlaug er kr. 116 milljónir. Einnig kynnti bæjartæknifræðingur hugmyndir tækni- og umhverfissviðs um staðsetningu á sundlaugarmannvirkjum við Heppuskóla.

Samþykkt var að kannaðir yrðu möguleikar hjá Vegagerðinni um að minnka þeirra lóð þannig að hægt verði að færa knattspyrnuvöll og 400 metra hlaupabraut um 20 ? 25 metra til suðausturs.