*

Bílar 15. júlí 2021

Ný Tesla væntan­leg í haust

Bíllinn verður fáanlegur í Long Range AWD og Performance útfærslu. Verð á bílnum er frá átta milljónum króna.

Margir hafa beðið með óþreyju eftir millistærðar jepplingnum Tesla Y. Biðin er senn á enda því fyrstu Tesla Y bílarnir eru væntanlegir til landsins í september.

Tesla Y verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Fyrstu bílarnir sem koma verða í Long Range útfærslu með 505 km drægni og öflugri frjókornasíu. Model Y er hreinn rafbíll, meðal stór jepplingur sem hannaður er til að ná hámarks notagildi og með leiðandi drægni.

Innra rými í Model Y einkennist af glerþaki og hárri sætisstöðu sem veitir gott útsýni og rými úr hverju sæti bílsins. Farangursrýmið og möguleikinn að leggja niður aftursætin þýðir að þá er þónokkuð farangursrými í bílnum. Einn stór 15 tommu skjár sem stýrir svo til öllum aðgerðum.

Tesla Y er hannaður frá grunni til að vera rafbíll, lágur þyngdarpunktur, stíf yfirbygging og stór krumpusvæði (e. crumple zones) veita einstaklega góða vörn. Loftflæðihönnun bílsins og leiðandi rafhlöðutækni gera hann einkar skilvirkan og þýðir að bíllinn kemst lengra á minni orku. Verðið á Tesla Y er frá 8.069.170kr.

Stikkorð: Tesla