*

Bílar 30. september 2015

Ný Tesla verst efnavopnum

Nýi jepplingurinn frá Tesla, Model X, hefur hátækniloftsíu sem getur varist efnavopnum að sögn forstjórans.

Elon Musk, forstjóri Tesla, kynnti nýjan jeppling bílaframleiðandans í gær. Jepplingurinn, sem ber heitið Model X, býr yfir hátæknloftsíu sem hægt er að nota til að verjast efnavopnaárásum ef marka má kynningu Musk. Business Insider greinir frá þessu.

Musk sagði þrjú lög af síum hreinsa loftið sem berst inn í Model X þannig að það verður jafn sótthreinsað og skurðstofa. Ryk, bakteríur, veirur og mengun eru þannig síuð úr andrúmsloftinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Even, sem flytur bílanna til Íslands, kemur Model X hingað til lands byrjun næsta árs.

Stikkorð: Tesla