*

Bílar 8. nóvember 2019

Ný útgáfa af Lexus RX

Lexus frumsýnir nýja útfærslu af sportjeppa á morgun í Kauptúni í Garðabæ, en hann er til bæði fimm og sjö sæta.

Róbert Róbertsson

Ný útfærsla af Lexus RX 450h sportjeppanum verður frumsýnd hjá Lexus í Kauptúni í Garðabæ á morgun laugardag. RX 450h er flaggskip Lexus í sportjeppum en hann er stóri bróðir NX og hins nýja UX.

Í RX 450h má fá finna allt sem Lexusbílarnir eru þekktir fyrir og má helst nefna afgerandi og sportlegt útlit, fallegt handbragð og þægindi fyrir bæði ökumann og farþega. RX 450h er stór og stæðilegur sportjeppi með mikið pláss fyrir fólk og farangur.

Stórt og snældulaga grillið að framan gefur kraftalegan blæ en þessi hönnun á grillinu er nokkurs konar ættareinkenni japanska bílaframleiðandans sem er lúxusarmur Toyota.

Auk útlitsbreytinga er nýja útfærslan af RX sportjeppanum með nýjustu útgáfu af Lexus Hybridkerfinu sem eykur enn afköst og hagkvæmni bílsins. Saman skila bensínvélin og Hybridkerfið 313 hestöflum.

Tvær stærðir eru fáanlegar af RX 450h, fimm og sjö sæta. Sýningin hjá Lexus stendur frá kl. 12 – 16 á morgun laugardag.

Stikkorð: Garðabær  • Lexus  • Kauptún  • sportjeppi