*

Ferðalög 17. október 2013

Ný vefsíða sem finnur ódýrustu gistinguna

Top10.com er ný vefsíða sem þykir skara fram úr í hópi vefsíðna sem miða að því að finna ódýrustu hótelgistinguna.

Top10.com er ný vefsíða sem hjálpar fólki að finna ódýrustu gistinguna. Hún leitar í gegnum Booking.com, Lastminute.com, LateRooms.com, Expedia og fleiri síður og finnur tíu ódýrustu gistingarnar eftir leitarskilyrðum hverju sinni.

Vefurinn fór í loftið í síðustu viku. Hann er auðvitað ekki fyrsti vefurinn sem miðar að því að finna góð tilboð á hótelum en hann þykir skýr og gagnsær. Engar auglýsingar eru á vefnum þar sem hann er algjörlega rekinn á prósentum af sölum á gistinóttum.

Top10.com er breskur vefur en hefur upplýsingar um hótel um allan heim.

The Guardian segir frá málinu í dag

Stikkorð: Gistinætur  • Hótel  • Gistingar  • Top10.com