*

Bílar 26. ágúst 2021

Ný vél í Sprinter

Ný OM654 4 sílindra vél Marcedes-Benz mun bæta afkastagetu Sprinter enn frekar sem og auka akstursþægindi.

Mercedes-Benz Sprinter kemur nú með nýrri OM654 4 sílindra vél og nýju fjórhjóladrifi sem mun bæta afkastagetu Sprinter enn frekar sem og auka akstursþægindi. Fjórar útfærslur verða á nýju vélinni og verða þær 150, 170 og 190 hestafla. Framleiðslu á eldri 6 sílindra vélinni hefur verið hætt og eins eldra fjórhjóladrifinu.

Um er að ræða mjög spennandi breytingar á hinum vinsæla og öfluga atvinnubíl Sprinter. Nýja vélin er afkastameiri, umhverfismildari, sparneytnari og hljóðlátari. Um leið bætir hún aksturþægindi bílsins enn frekar ásamt hinu nýja fjórhjóladrifi. Sprinter hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir áreiðanleika og mjög góða aksturseiginleika og er mest seldi atvinnubíll Mercedes-Benz frá upphafi. Samkvæmt upplýsingum frá Bílaumboðinu Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz atvinnubíla, verður Sprinter með nýju vélinni í boði hér heima strax í næsta mánuði.

Ótalmargar útgáfur og útbúnaður Sprinter gera hann að hagkvæmum kosti. Sprinter er í boði sem sendibíll, pallbíll, grindarbíll og ferðabíll. Bíllinn er í boði með framdrifi jafnt sem fjórhjóladrifi. Með framdrifinu býðst aukin hleðslugetu og hleðslukanturinn er lægri í samanburði við bíla með afturdrifi. Bílstjórar njóta góðs af hugvitsamlegri hönnun stjórntækja og mæla sem og einingaskiptu geymslukerfi sem má laga sérstaklega að því hvernig bíllinn er notaður hverju sinni. Að auki er margmiðlunar- og aðstoðarkerfi valbúnaður.

Mercedes-Benz býður einnig upp á eSprinter sem er hreinn rafbíll en hann kom til landsins fyrr í sumar og er fáanlegur hjá bílaumboðinu Öskju.

Stikkorð: Sprinter  • Mercedes-Benz