*

Menning & listir 11. júní 2013

Nýbreytni í sjónvarpi

Þótt nýja serían Arrested Development sé stórskemmtileg þá er hún ekki jafn góð og minningarnar um gömlu seríurnar.

Mitchell Hurwitz, höfundur Arrested Development, boðaði byltingu í sjónvarpsþáttagerð með fjórðu seríu gamanþáttanna.

Fimmtán þættir voru nýverið gefnir út samtímis og lengi vel var hugmyndin sú að æstir aðdáendur gætu horft á þættina í þeirri röð sem þeir vildu. Hætt var við það á síðustu stundu, en engu að síður er uppsetningin fersk, þar sem fylgst er með einum Bluth-fjölskyldumeðlimi í hverjum þætti, sögurnar skarast á í einni langri sögu, fullri af misskilningi og fjölskylduhatri. Serían er stórskemmtileg en er ekki jafn góð og gömlu seríurnar, að minnsta kosti ekki jafn góð og minningarnar um gömlu seríurnar.

Gagnrýnin birtist á þemasíðunni Dægurmenning í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið allt hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is