*

Tölvur & tækni 2. maí 2012

Nýi Blackberry síminn verður lyklaborðslaus

Fjárfestar tóku því illa að fjarlægja á lyklaborðið og lækkaði gengi bréfa RIM um 4,8% í dag.

Forstjóri Research In Motion kynnti nýjustu útgáfuna af Blackberry farsímanum í gær og vakti kynningin mikla athygli vegna þess að nýja símann skortir nokkuð sem margir líta á sem helsta kostinn við Blackberry símana - lyklaborðið.

Í raun lítur nýi síminn út eins og iPhone 4, nema hvað hann er með merki Blackberry á framhliðinni. Hluthafar og fjárfestar tóku þessari nýjungagirni illa og lækkaði gengi bréfa Blackberry um 4,8% í dag.

Stikkorð: Blackberry