*

Bílar 24. september 2010

Nýi Chevy Caprice 2011 er hraðskreiðasti löggubíllinn

Náði 148 mílna (238 kílómetra) hraða í samanburðarúttekt á bílum GM, Ford og Chrysler.

Hönnunarteymi General Motors Co. sem hannaði hin nýja Chevrolet Caprice Police Patrol Vehicle er himinlifandi með niðurstöður í samanburðarúttekt bíladeildar lögreglu Michigan ríkis.

Með þessum bíl er GM að stimpla sig aftur inn á lögreglubílamarkaðinn eftir 15 ára fjarveru að sögn The Detroit News. Á móti þessum bíl voru prófaðar 2011 árgerðirnar af nýjum Dodge Charger Police Pursute og Ford Crown Vicoria.

Prófanir hófust á laugardag og lauk þeim á mánudagskvöld. Reyndist Chevrolet Caprice hafa besta viðbragðið bæði í 0-60 mílum (0-96,6km) og 0 – 100 mílna (0-161 km) akstri þar sem bíllinn náði 148 mílna eða 238 kílómetra hraða.

„Við höfum hraðskreiðasta bílinn, bestu bremsurnar, mesta innanrýmið og mestu þægindin,” segir Dana Hammer yfirmaður lögreglubíladeildar Chevrolet. „Okkar markmið var að ná forystunni.”

Dodge Charger Police Pursute var í öðru sæti með V-8 vél undir húddlokinu. Ford mætti með frumgerð af 2012 módelinu af  Ford Crown Vicoria með V-6 vél. Hann er að nokkru byggður á Taurus fólksbílnum og Ford Explorer jeppanum. Þar sem nýi Ford bíllinn er af 2012 árgerð er prufukeyrslan á honum ekki talin marktæk.