
Fjölda látinna í umferðarslysum hefur fækkað mikið frá árinu 2000. Þá létust 32 í umferðarslysum en 4 árið 2014. Þetta er meðal annars það sem kemur fram í úttekt Óla H. Þórðarsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Umferðarráðs, um banaslys í umferðinni frá 1915- 2014.
Í úttekt Óla koma fram ýmsar upplýsingar um hvenær sólarhringsins slys hafa orðið, hvernig færðin var, birtustig og hvernig slysin hafa borið að. Í úttektinni er ekki sérstaklega fjallað um ástæður þess að dregið hefur svo mjög úr dauðsföllum á síðustu 15 árum. Dauðsföll hafa ekki verið færri frá árinu 1939.
Sama þróun í Bandaríkjunum
Á síðustu 10 árum hefur dauðsföllum af völdum umferðarslysa fækkað um fjórðung í Bandaríkjunum. Samkvæmt rannsókn Wall Street Journal, sem var birt um áramótin, hefur fækkun dauðaslysa verið mikil í slysum þar sem nýrri bílar koma við sögu.
Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu í gær. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.