*

Tölvur & tækni 22. júlí 2013

Nýir símar og spjaldtölvur verða með stærri skjám

Í framtíðinni mun Apple framleiða bæði iPad og iPhone með margvíslegum skjástærðum.

Jón Hákon Halldórsson

Apple sem framleiðir vinsælu iPhone símana og iPad spjaldtölvurnar er um þessar mundir að þróa nýja síma og spjaldtölvur með stærri skjám. The Wall Street Journal segir að í framtíðinni verði boðið upp á síma og spjaldtölvur með margvíslegum skjástærðum. 

Búist er við því að nýi iPhone síminn, 5S, fari í verslanir síðar á þessu ári. Hins vegar er ekki ljóst hvenær það mun nákvæmlega gerast. Meðal nýjunga sem verða á nýja símanum eru fingrafaranemi á hnappaborðinu og betri myndavél. 

Apple símarnir njóta mikilla vinsælda en Samsung hefur upp á síðkastið veitt þeim mikla samkeppni með Galaxy símunum. Þá njóta Sony and HTC símarnir líka mikilla vinsælda. Með því að framleiða ný tæki með stærri skjám er Apple að bregðast við þessari samkeppni. 

Stikkorð: iPad  • Apple  • iPhone