*

Menning & listir 25. júní 2018

Nýja Jurassic World myndin slær í gegn

Jurrasic World: Fallen Kingdom, aflaði tekna upp á 150 milljónir dollara í gegnum miðasölu á frumsýningarhelgi kvikmyndarinnar.

Jurrasic World: Fallen Kingdom, aflaði tekna upp á 150 milljónir dollara í gegnum miðasölu fyrstu helgina sem kvikmyndin var í sýningu í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd um nýliðna helgi í Bandaríkjunum, en hún var hins vegar frumsýnd í byrjun júní mánaðar víða um heim.

Kvikmyndin varð þar með fjórða tekjuhæsta mynd ársins um opnunarhelgi í Bandaríkjunum.

Á heimsvísu hefur myndin aflað 711,5 milljónir dollara í tekjur í gegnum miðasölu.  

Tekjur Fallen Kingdom hafa farið fram úr væntingum kvikmyndaframleiðandans Universal, sem framleiðir myndina. 

Stikkorð: Universal  • Jurassic World