*

Tölvur & tækni 10. september 2014

Nýja snjallúrið frá Apple

Apple kynnti í gær nýtt snjallúr sem getur fylgst með heilsu notenda.

Tim Cook, forstjóri hátæknifyrirtækisins Apple, og fleiri lykilstjórnendur félagsins héldu í gær kynningu á nýjum vörum. Þar var kynntur iPhone 6 ásamt nýju snjallúri frá fyrirtækinu.

Fram kom á kynningunni að snjallúrið geti keyrt öpp í gegnum iPhone auk þess sem það getur fylgst með heilsu notandans. Úrið kemur í tveimur stærðum og stýrir notandinn úrinu með hnappi á hlið þess.

Þá er snertiskjár á úrinu sem nemur muninn á léttum og þyngri þrýstingi og framkallar mismunandi skipanir eftir því. Að auki er Siri uppsett á úrinu - það sem Apple hefur kallað raddstýrðan aðstoðarmann notandans.

Þá kom fram að úrið getur keyrt öpp í gegnum iPhone notandans og er sá háttur hafður á til að auka endingartíma rafhlöðu úrsins. Það kom hins vegar ekki fram hver endingartíminn er og hve oft þurfi að hlaða það.

Nánari upplýsingar um úrið má finna á heimasíðu Apple.

Stikkorð: Apple  • Snjallúr
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is