*

Tölvur & tækni 4. september 2013

Nýja stýrikerfið heitir KitKat

Nýtt Android stýrikerfi heitir KitKat, samkvæmt nýjum kynningarsamningi sem var gerður við Nestle fyrirtækið.

Næsta kynslóð af Android stýrikerfinu mun heita KitKat. Hingað til hefur hver útgáfa af stýrikerfinu haft sitt undirheiti. Hingað til hafa stýrikerfin heitið eftir eyðimörk, bollaköku, kleinuhring, hlaupi og fleiru. 

Nú hafa framleiðendur Android hins vegar ákveðið að gera kynningarsamning við Nestle og því mun stýrikerfið heita eftir KitKat súkkulaðinu. Á vefsíðu Android verður síðan hlekkur á kitkat.com og á fésbókarsíðu Kitkat verður ný mynd sem tengist Android stýrikerfinu. 

Stikkorð: Android