
„Stýrikerfið sjálft verður til á íslensku og flest mikilvægustu forritin líka,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
frá því að Windows 8 stýrikerfið frá Microsoft var kynnt í janúar 2011 hefur það verið mjög á milli tannanna á áhugamönnum um slíka hluti. Ein af ástæðunum er sú að ólíkt útgáfunum sem komu á undan, Vista og Windows 7, er Windows 8 mjög sérstakt útlitslega séð. Þá er stýrikerfið sérstakt að því leyti að hægt verður að keyra það á mun fjölbreyttari vélbúnaði en áður. Hefðbundnar tölvur jafnt sem spjaldtölvur og snjallsímar munu nota sama stýrikerfið og er það nýlunda.
Við undirbúninginn á Windows 8 var því mikið lagt upp úr því að Microsoft tæki forystu og færi fram úr samkeppninni í stað þess að reyna að ná henni með misjöfnum árangri.
Nánar er fjallað um málið í blaðinu Tölvur og hugbúnaður sem fylgdi síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.