*

Menning & listir 16. júní 2014

Nýjar Avatar myndir bjargvættir Fox

Miklar væntingar eru fyrir tekjumöguleikum af þremur nýjum Avatar kvikmyndum sem Fox hefur sett í framleiðslu.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Fox hefur staðið í fjárhagsvandræðum en hefur nú ákveðið að framleiða þrjár nýjar Avatar kvikmyndir til að auka tekjur hjá fyrirtækinu. Miklar væntingar eru fyrir þeim tekjumöguleikum sem kvikmyndirnar munu bjóða.

Kvikmyndin Avatar sem kom út árið 2009 varð tekjuhæsta kvikmynd sögunnar og græddi yfir 2,8 milljarða dollara í miðasölu um allan heim. Framleiðslufyrirtækið Fox, auk leikstjórans Avatar, James Cameron, hafa ákveðið að gera þrjár nýjar Avatar kvikmyndir. Þær munu koma út í desember í þrjú ár í röð og reiknað er með að sú fyrsta í seríunni komi út árið 2016. Talið er að nýju Avatar myndirnar gætu umbreytt framleiðslufyrirtækinu og jafnvel sett nýjan standard fyrir stórmyndir.

Milljarðar dollara eru í húfi. Kvikmyndirnar munu vera dýrar í framleiðslu, en James Cameron áætlar að þær muni kosta undar milljarð dollara í framleiðslu, en erfitt er að áætla það fyrr en handritin eru tilbúin. Einnig hefur sá langi tími sem James Cameron hefur tekið í að undirbúa framhaldsmynd tekið sinn toll á Fox, sem á síðasta ári féll niður í sjötta sæti í markaðshluta stórframleiðslufyrirtækja. Árið 2013 voru tekjur fyrirtækisins af miðasölum um 1,1 milljarður bandaríkjadala í samanburði við 1,5 milljarð árið 2010. 

Warner Bros hafa grætt stórfé af Harry Potter og Hobbit seríunum sínum nýlega, á meðan hefur Fox selt réttinn af Star Wars seríunni og grætt lítið í samanburði af miðasölum á X-Men myndirnar og nýju Planet of the Apes seríunni.

Auk tekjumöguleika af miðasölu á nýju Avatar myndirnar eru einnig miklir tekjumöguleikar af vörumerkinu sjálfu. Til dæmis hefur Disney ákveðið að opna Avatar svæði í Orlandó í Flórída en þar hefur James Cameron aðstoðað við hönnun tækis sem mun leyfa gestum að heimsækja plánetuna Pandora árið 2017.

Stikkorð: Avatar  • fox