*

Hitt og þetta 5. desember 2013

Nýjar reglur banna flugvélum að fljúga í gegnum óveður

Nú kætist allt heiðarlegt og flughrætt fólk því nú eru komnar reglur sem banna ákveðnum flugvélum að fljúga í gegnum óveður.

Flugfélög sem fljúga Boeing 787 og 747 munu nú þurfa að hlíta nýjum reglum. Flugvélar af þessari tegund mega ekki lengur fljúga í gegnum stór þrumuveður sem eru meira en 100 kílómetrar að breidd. Það er FAA (Federal Aviation Administration) sem gefur út reglurnar.

Ástæðan fyrir þessum nýjum reglum er að nýlega hefur það gerst í níu tilvikum að ís hefur komist í hreyflana og þeir misst afl. Í tveimur tilfellum olli ísingin skemmdum. Japan Airlines hefur þegar breytt um flugleiðir til að forðast þessa storma. News 24 segir frá málinu hér.

Stikkorð: Boeing 787  • Boeing 747  • Flughræðsla