*

Ferðalög & útivist 7. febrúar 2013

Nýjasta lúxushótelið í Dubai byggt á pálmatré

Fairmont hótelkeðjan opnaði hótelið The Fairmont the Palm í Dubai á aðfangadag.

Hótelið er sjöunda hótelið sem Fairmont hótelkeðjan opnar í Mið-Austurlöndum. Hótelið stendur á manngerðri eyju en eyjan er í laginu eins og pálmatré. Cnn.com segir frá þessu á vefsíðu sinni.

Öll hönnun hótelsins er í klassískum arabískum stíl. Útskorinn viður skreytir glugga og gólf eru þakin arabískum teppum. Hótelið kostaði 42 milljarða íslenskra króna í byggingu og er með 381 herbergi.  

Á hótelinu eru sjö veitingastaðir, kínverskur, brasilískur, sjávarréttastaður og fjölskyldustaður með arabísku ívafi. 

Allskyns opnunartilboð eru í boði en gisting í deluxe herbergi kostar frá 114 þúsund krónum. 

Stikkorð: Dubai  • Ferðalög