*

Tíska og hönnun 18. júní 2018

Nýjung í auglýsingu fasteigna

Fasteignasalan Húsaskjól hefur nú gefið út myndband til að kynna fasteign til sölu.

Nýverið sameinuðust fasteignasalan Húsaskjól og Garún fasteignamiðlun undir nafni Húsaskjóls. Nú hafa þær Ásdís Ósk Valsdóttir og Guðrún Antonsdóttir starfsmenn Hússkjóls útfært nýja gerð af fasteignamyndböndum en það þykir nýlunda að fasteignir séu kynntar með þeim hætti.

„Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á framúrskarandi þjónustu og þess vegna viljum við færa út kvíarnar og ná til nýrra og núvernadi viðskiptavina með stílhreinum og einföldum glæsileika. Þetta er algjör nýjung á Íslandi," segir Fanney Einarsdóttir viðskipta- og markaðsstjóri hjá Húsaskjóli. 

„Þær Ásdís Ósk og Guðrún hafa mikla reynslu og þekkingu af fasteignaviðskiptum. Fasteignaviðskipti eru sífellt að verða flóknari og þess vegna finnst okkur mikilvægt að fylgjast með og innleiða nýjungar svo að viðskiptavinir okkar séu þeir ánægðustu á markaðnum," bætir Fanney við.

Nýja myndbandið var gert af eigninni Skattholt 2b í póstnúmeri 105 Reykjavík. Um er að ræða 150 fermetra glæsilega fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Ásett verð er rétt tæplega áttatíu milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar er 75,2 milljónir. 

Hér er linkur á myndbandið: Stakkholt 2b

Stikkorð: Húsaskjól