*

Bílar 29. nóvember 2018

Nýr 450 hestafla Porsche 911

Þetta er áttunda kynslóðin af þessum goðsagnakennda sportbíl.

Nýr Porsche 911 var frumsýndur á Alþjóðlegu bílasýningunni í L.A. Þetta er áttunda kynslóðin af þessum goðsagnakennda sportbíl.

Hönnunin á nyjum Porsche 911 er nútímalegri þótt ættareinkennin séu ótvíræð. Útlitið er orðið enn kraftalegra en áður, og innréttingin skartar m.a. 10.9 tommu snertiskjá. Skynvæddar stillingar og undirvagnsstýring ásamt nýskapandi akstursstillingum sameina þá frábæru aksturseiginlega sem hinn klassíski sportbíll er dáður fyrir.

Næsta kynslóð af sex-sílendra mótornum með forþjöppu, er enn háþróaðari og kraftmeiri en áður hefur þekkst. Hagkvæmni hefur einnig verið aukin með nýrri hönnun á innspýtingarkerfi og staðsetningu túrbína og millikæla. Öllum þessum hestöflum er svo komið áfram í götuna með nýrri hönnun hins átta gíra tvíkúplungs (PDK) gírkassa.

Sex sílendra forþjöppuvélin í 911 Carrera S og 911 Carrera 4S framreiðir orðið 450 hestöfl sem er 30 hestöflum meira en fyrirrennarinn. Báðir rjúfa þeir fjögurra sekúndna múrinn við hröðun frá 0 til 100 kílómetra hraða; sá afturdrifni er 3,7 sekúndur meðan sá fjórhjóladrifni er 3,6 sekúndur. Þar af leiðir að báðir eru þeir 0,4 sekúndum hraðari en fyrirrennarinn. Enn frekari hröðun má ná fram með Sport Chrono pakkanum, en þá styttist tíminn um heilar 0,2 sekúndur. Hámarkshraði Carrera S bílsins er orðinn 308 kílómetrar á klukkustund meðan Carrera 4 kemst í 306 kílómetra hraða að hámarki. Einnig hefur eldsneytiseyðsla minnkað en Carrera S er uppgefinn í eyðslu 8,9 lítra á keyrða 100 kílómetra meðan Carrera 4 er uppgefinn í 9,0 lítra.

Stikkorð: Porsche  • 911